Vildi ekki hleypa henni á æfingu með Glódísi: „Fótbolti er ekki vinna“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 09:00 Katrine Veje og Glódís Perla Viggósdóttir komust með Rosengård í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en þar féll liðið út gegn Bayern München. Getty/Sebastian Widmann Knattspyrnukonunni Katrine Veje var bannað að ferðast yfir landamærin á milli Danmerkur og Svíþjóðar til að komast á æfingu með liði sínu í gær. Ástæðan sem henni var gefin upp var sú að fótbolti væri ekki atvinna. Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“ Sænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“
Sænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira