Djúp sorg fyrir norðan eftir að sóttvarnayfirvöldum snerist skyndilega hugur Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 13:19 Nokkur hundruð börn taka alla jafna þátt á leikunum í venjulegu árferði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að aflýsa skíðamótinu í ár en til stóð að halda leikanna um miðjan maí. Er þetta annað árið í röð sem leikunum er aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021 Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira