Sport

Baldvin Þór sló 39 ára gamalt Íslandsmet

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Baldvin Þór Magnússon var að setja sitt fyrsta Íslandsmet utanhúss.
Baldvin Þór Magnússon var að setja sitt fyrsta Íslandsmet utanhúss.

Baldvin Þór Magnússon sló í gær 39 ára gamalt Íslandsmet í 1500 m hlaupi utanhúss þegar hann hljóp á Rick Erdmann Twilight mótinu í Richmond Kentucky. Baldvin hljóp vegalengdina á 3:40,74 mín, sem er tæplega sekúndu betri tími en gamla metið.

Baldvin bætti met Jóns Diðrikssonar sem hafði staðið frá árinu 1982. Jón hljóp vegalengdina þá á 3:41,65 mín.

Baldvin hefur verið að gera það gott í Bandaríkjunum þar sem hann er búsettur, en fyrir nokkrum vikum tvíbætti hann Íslandsmetið í 3000 m innanhúss sem Hlynur Andrésson átti áður. Þetta er fyrsta Íslandsmetið sem Baldvin setur utanhúss.

Baldvin er 22 ára gamall og keppir fyrir Eastern-Michigan háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin hefur verið búsettur erlendis frá fimm ára aldri, en keppir undir fána Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×