Sport

Dag­skráin í dag: Undanúrslit og úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
United ætti að eiga nokkuð þægilegt verkefni fyrir höndum í kvöld.
United ætti að eiga nokkuð þægilegt verkefni fyrir höndum í kvöld. Getty/David S. Bustamante

Golf, fótbolta og rafíþróttir má finna á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls eru níu beinar útsendingar á dagskránni.

Klukkan 11.30 verður sýnt frá Austrian Golf Open á Evróputúrnum, klukkan 19.00 er það RBC Heritage á PGA túrnum og klukkan 23.00 LOTTE Championship á LPGA túrnum.

Allir fjórir leikir í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar verða í beinni í kvöld. Það eru leikir Villareal og Dimano, Man. United og Granada, Slavia Prag og Arsenal og Roma og Ajax.

Tvær beinar útsendingar eru einnig á dagskránni úr heimi rafíþróttana. Úrslitaleikurinn í Framhaldsskólaleikunum er í beinni klukkan 18.30 og klukkan 21.00 eru það Steindi Jr. og félagar í Rauðvín og klakar.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.