Sport

Dagskráin í dag: Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klárast

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Real Madrid heimsækir Liverpool í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Real Madrid heimsækir Liverpool í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Helios de la Rubia/Real Madrid via Getty Images

Meistaradeildin verður í forgrunni á sportrásum okkar í kvöld þegar átta liða úrslitin klárast.

Upphitun fyrir Meistaradeildina fer í loftið á slaginu 18:15 þar sem sérfræðingar Stöðvar 2 Sport spá í leiki kvöldsins.

Leikir kvöldsins hefjast svo samtímis klukkan 18:50. Real Madrid og Liverpool mætast á Anfield þar sem Real Madrid er með pálman í höndunum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. Sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Á Stöð 2 Spor 3 fer Manchester City í heimsókn til Dortmund í hinum leik kvöldsins. City vann fyrri leik liðana 2-0 og því mikið að gera fyrir Þjóðverjana.

Meistaradeildarmörkin slá svo botninn í Meistaradeildarkvöldið klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 2.

Fyrir nátthrafnana verður LOTTE Champinship á LPGA mótaröðinni á dagskrá á Stöð 2 Golf klukkan 23:00.

Allra beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.