Sport

Dag­skráin í dag: Lands­leikur og dregur til tíðinda í Meistara­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elín Metta Jensen skorar markið mikilvæga gegn Svíum á síðasta ári en Ísland mætir Ítalíu í dag.
Elín Metta Jensen skorar markið mikilvæga gegn Svíum á síðasta ári en Ísland mætir Ítalíu í dag. VÍSIR/VILHELM

Það eru sex beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása í dag en allar eru þær úr heimi fótboltans.

talía og Ísland mætast öðru sinni í vináttulandsleik en kvennalandsliðið tapaði fyrri leiknum 1-0.

Leikurinn er annar leikurinn undir stjórn Þorsteins Halldórssonar en hefst leikurinn klukkan 14.00.

Vegleg upphitun verður fyrir leikinn en hún hefst klukkan 13.40 og leiknum gerð góð skil eftir hann.

Það dregur svo til tíðinda í Meistaradeildinni þar sem síðari leikirnir í átta liða úrslitunum hefjast.

Chelsea er með 2-0 forystu gegn Porto og PSG leiðir 3-2 gegn Bayern.

Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.15, leikirnir sjálfir klukkan 19.00 og Meistaradeildarmörkin klukkan 21.00.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.