Sport

Þjálfari fékk íþróttakonur til að senda sér yfir þrjú hundruð nektarmyndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Northeastern háskólinn í Boston.
Northeastern háskólinn í Boston. getty/Rick Friedman

Fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfari hjá Northeastern háskólanum, Steve Waithe, var handtekinn og ákærður í gær fyrir að hafa undir höndum fjölmargar nektarmyndir af íþróttakonum.

Waithe fékk íþróttakonur í Northeastern til að senda sér myndir af sér, fáklæddum eða nöktum, undir því yfirskini að hann ætlaði að nota þær í rannsóknarskyni.

Hann er einnig sagður hafa tekið farsíma íþróttakvennanna, sagst ætla að mynda æfingar á keppni þegar hann var í raun að skoða myndir og skjöl á símunum þeirra.

Waithe notaði ýmis dulnefni til að fá myndir af íþróttakonum. Talið er að hann hafi fengið yfir þrjú hundruð myndir af þeim fáklæddum eða nöktum.

Waithe laug því einnig að íþróttakonunum að hann hefði fundið nektarmyndir af þeim á netinu og sagðist ætla að hjálpa þeim að fjarlægja þær.

Waithe var frjálsíþróttaþjálfari hjá Northeastern á árunum 2018-19. Hann er reyndur þjálfari og starfaði áður hjá Penn State, Tennessee og Concordia háskólanum í Chicago. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.