Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 20:25 Gylfi, til vinstri, í landsleik gegn Frökkum á síðasta ári og Eiður, til hægri, á blaðamannafundi KSÍ. getty/Jeroen Meuwsen/vísir/vilhelm/ Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Guðjón var gestur í hlaðvarpsþættinum fyrr í kvöld en í þar ræddu Guðjón, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson um landsleikina sem fóru fram í dag. Þegar talið barst að A-landsliði karla, sem tapaði 2-0 fyrir Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag, sagði Guðjón að honum hafi borist til eyrna að ástæður þess að Gylfi Þór hafi ekki gefið kost á sér í landsleikina þrjá í marsmánuði hafi ekki eingöngu þær að kona hans beri barn undir belti. „Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón. „Það er ekki góðs viti ef það er einhver núningur þar innan vébanda eða innan liðsins. Ég veit ekkert hvernig það er en þetta er það sem maður heyrir. Forystan þarf þá að koma fram og segja að það sé bara alls ekki.“ „Það heyrist að Gylfi sé ósáttur við þá sem stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki en þetta er það sem maður heyrir. Ef að það eru einhver vandamál þá þarf að leysa þau og standa saman og stíga saman í sömu átt.“ Guðjón útskýrir ekki í hvaða stöðu Eiður Smári sé „hugsanlega“ í sem hafi valdið því að mögulega „ágreiningur eða núningur“ ríki á milli hans og Gylfa Þórs. Vísir reyndi að fá viðbrögð forystu KSÍ, formanns og framkvæmdastjóra, í kvöld en án árangurs. Umræðan hefst eftir ellefu mínútur en Guðjón þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1997 til 1999. Þar að auki hefur hann meðal annars þjálfað Stoke og Barnsley á Englandi auk fjölda liða á Íslandi, þar sem hann vann fjölda meistaratitla á glæstum þjálfaraferli. Uppfært 22.09: Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Guðjón var gestur í hlaðvarpsþættinum fyrr í kvöld en í þar ræddu Guðjón, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson um landsleikina sem fóru fram í dag. Þegar talið barst að A-landsliði karla, sem tapaði 2-0 fyrir Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag, sagði Guðjón að honum hafi borist til eyrna að ástæður þess að Gylfi Þór hafi ekki gefið kost á sér í landsleikina þrjá í marsmánuði hafi ekki eingöngu þær að kona hans beri barn undir belti. „Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón. „Það er ekki góðs viti ef það er einhver núningur þar innan vébanda eða innan liðsins. Ég veit ekkert hvernig það er en þetta er það sem maður heyrir. Forystan þarf þá að koma fram og segja að það sé bara alls ekki.“ „Það heyrist að Gylfi sé ósáttur við þá sem stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki en þetta er það sem maður heyrir. Ef að það eru einhver vandamál þá þarf að leysa þau og standa saman og stíga saman í sömu átt.“ Guðjón útskýrir ekki í hvaða stöðu Eiður Smári sé „hugsanlega“ í sem hafi valdið því að mögulega „ágreiningur eða núningur“ ríki á milli hans og Gylfa Þórs. Vísir reyndi að fá viðbrögð forystu KSÍ, formanns og framkvæmdastjóra, í kvöld en án árangurs. Umræðan hefst eftir ellefu mínútur en Guðjón þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1997 til 1999. Þar að auki hefur hann meðal annars þjálfað Stoke og Barnsley á Englandi auk fjölda liða á Íslandi, þar sem hann vann fjölda meistaratitla á glæstum þjálfaraferli. Uppfært 22.09: Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira