Sport

Tíu mismunandi meistarar á áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nanna Guðmundsdóttir og Valgarð Reinhardsson unnu bæði gull í fjölþraut og á einu áhaldi en átta aðrir Íslandsmeistarar bættust síðan í hópinn.
Nanna Guðmundsdóttir og Valgarð Reinhardsson unnu bæði gull í fjölþraut og á einu áhaldi en átta aðrir Íslandsmeistarar bættust síðan í hópinn. Fimleikasamband Íslands

Það vantaði ekki Íslandsmeistarabrosin eftir keppni helgarinnr á stærsa móti ársins í íslenskum fimleikum.

Það er óhætt að segja að Íslandsmeistaratitlarnir hafi dreifst á keppendur á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugabóli nú um helgina.

Nanna Guðmundsdóttir og Valgarð Reinhardsson urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut á laugardaginn en í gær var síðan keppt var til úrslita á einstökum áhöldum. Efstu fimm keppendur á hverju áhaldi úr fjölþrautinni í gær unnu sér inn keppnisrétt í úrslitum.

Alls voru það tíu keppendur sem skiptu Íslandsmeistaratitlunum bróðurlega á milli sín. Nanna og Valgarð bættu við einum Íslandsmeistaratitli hvor en átta meistarar bættust síðan í hópinn.

Í karlaflokki varð Jónas Ingi Þórisson Íslandsmeistari á gólfi, Arnþór Daði Jónasson á bogahesti, Jón Sigurður Gunnarsson á hringjum, Martin Bjarni Guðmundsson á stökki, Valgarð Reinhardsson á tvíslá og Eyþór Örn Baldursson á svifrá.

Í kvennaflokki skiptust verðlaunin einnig jafnt á milli keppenda. Nanna Guðmundsdóttir, Íslandsmeistari í fjölþraut sigraði á gólfi. Guðrún Edda Min Harðardóttir sigraði á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir á tvíslá og Hildur Maja Guðmundsdóttir á stökki en þetta er fyrsta mót Hildar Maju í fullorðinsflokki.

Í unglingaflokki karla varð Ágúst Ingi Davíðsson Íslandsmeistari á gólfi, bogahesti og hringjum, Sigurður Ari Stefánsson hreppti titilinn á stökki og á tvíslá og á svifrá varð Dagur Kári Ólafsson hlutskarpastur.

Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir átti mjög góðan dag í dag. Ragnheiður sigraði á stökki, slá og gólfi og Freyja Hannesdóttir, núverandi Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut í unglingaflokki, tók titilinn á tvíslá.

Verðlaunahafar í karlaflokki á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum:

  • Gólfæfingar:
  • 1. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla
  • 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  • 3. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla
  • Bogahestur:
  • 1. sæti: Arnþór Daði Jónasson, Gerpla
  • 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  • 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla
  • Hringir:
  • 1. sæti: Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
  • 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  • 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla
  • Stökk:
  • 1. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla
  • 2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla
  • Tvíslá:
  • 1. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  • 2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla
  • 3. sæti: Atli Snær Valgeirsson, Gerpla
  • Svifrá:
  • 1. sæti: Eyþór Örn Baldursson, Gerpla
  • 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  • 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla

Úrslit í kvennaflokki á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum:

  • Stökk:
  • 1. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
  • 2. sæti: Sóley Guðmundsdóttir, Grótta
  • 3. sæti: Birta Björg Alexandersdóttir, Björk
  • Tvíslá:
  • 1. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla
  • 2. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta
  • 3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk
  • Jafnvægislá:
  • 1. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk
  • 2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
  • 3. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla
  • Gólfæfingar:
  • 1. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta
  • 2. sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk
  • 3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×