Sport

Þekkt brimbrettakona lést þegar hún varð fyrir eldingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Katherine Diaz var aðeins 22 ára þegar hún lést.
Katherine Diaz var aðeins 22 ára þegar hún lést.

Þekkt brimbrettakona frá El Salvador lést síðastliðin föstudag þegar hún varð fyrir eldingu. Katherine Diaz Hernandez var við æfingar rétt hjá heimili sínu þegar atvikið átti sér stað.

Katherine Diaz var aðeins 22 ára, en hún var við æfingar fyrir ISA World Surf Games sem fara fram frá 29. maí til 6. júní. 

Diaz var ein besta brimbrettakona El Salvador og mótið sem hún var að æfa fyrir veitir þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tokyo sem fara fram í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem verður keppt á brimbrettum á Ólympíuleikunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.