Fótbolti

Enn tapar Le Havre

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Björg var í byrjunarliði Le Havre í dag.
Berglind Björg var í byrjunarliði Le Havre í dag. Le Havre

Íslendingalið Le Havre tapaði enn einum leiknum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Að þessu sinni á útivelli gegn Fleury 91.

Íslendingarnir þrír voru allir í byrjunarliði Le Havre í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir var í vörninni. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var á miðjunni og Berglind Björk Þorvaldsdóttir var í fremstu línu.

Það dugði þó ekki til þar sem Fleury 91 skoraði eina mark leiksins eftir 16. mínútna leik og þar við sat, lokatölur 1-0.

Le Havre er sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins fimm stig að loknum 15 leikjum. Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar eru í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Paris Saint-Germain.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.