Innlent

Gæti verið upphaf tveggja til þriggja áratuga goshrinu

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna.
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna. vísir/Vilhelm

Störf Alþingis gætu fljótlega markast af verulegri náttúruvá og þingmenn þurfa þá að gæta þess að vinna þverpólitískt, halda ró sinni og treysta vísindum. Þetta sagði Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna og jarðfræðingur, í umræðum um störf þingsins í dag.

Ari Trausti sagði sviðsmyndir á Reykjanesskaganum breytast hratt en þó helst rúma tvo kosti; annars vegar stóran sjálfta og hins vegar eldgos.  „Og eldgos eru aldrei velkomin,“ sagði Ari.

Hann sagði líkur á eldsumbrotum aukast með hverjum degi sem líður, ef ekki dregur hratt úr sjálftunum. 

„Líkurnar eru á fremur stuttu hraungosi úr sprungukerfi sem kennt er við Trölladyngju eða Krýsuvík og það gæti, ég segi gæti, verið upphaf að goshrinu sem stendur í marga mánuði, í ár eða jafnvel tvo til þrjá áratugi miðað við umbrotin á tíundu og elleftu öld, tólftu öld og þrettándu öld,“ sagði Ari og vísaði því næst til Kröfuelda sem stóðu yfir frá 1975 til 1984.

„Þetta er sem sagt stutt eða löng útgáfa af Kröflueldum sem margir muna eftir og ég nefni þetta hér vegna þess að störf þingsins geta fljótlega markast af verulegri náttúruvá.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.