Fjallið æfir sig næst í bardaga á móti „155 kílóa skrímsli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður og lítur vel út. Instagram/@thorbjornsson Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar Björnsson, segir að næsti mótherji Fjallsins í hnefaleikahringnum sé jafnvel mun erfiðari en sá sem bíður hans í Veðmálaborginni í haust. Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Sjá meira
Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Sjá meira