Fjallið æfir sig næst í bardaga á móti „155 kílóa skrímsli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður og lítur vel út. Instagram/@thorbjornsson Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar Björnsson, segir að næsti mótherji Fjallsins í hnefaleikahringnum sé jafnvel mun erfiðari en sá sem bíður hans í Veðmálaborginni í haust. Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira