Sport

Sjáðu tilkomumikið myndband frá Collab-glímunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keppendur í Collab-glímunni buðu upp á flott tilþrif á föstudaginn.
Keppendur í Collab-glímunni buðu upp á flott tilþrif á föstudaginn. mjölnir/rvk mma

Collab-glíman fór fram í Mjölni á föstudagskvöldið. Þar áttust margir af okkar fremstu glímuköppum við.

Alls átta viðureignir fóru fram á föstudaginn var. Keppt var í brasilísku ju-jitsu en þetta var fyrsta mótið í þeirri grein á þessu ári. 

Aðeins var hægt að vinna með uppgjafartaki en ef glíman kláraðist ekki lauk henni með jafntefli.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrif frá Collab-glímunni sem þótti takast afar vel.

Klippa: Collab-glíman

Úrslit glímanna voru eftirfarandi: Mikael Leó Aclipen sigraði Sigurstein Óla Ingólfsson, Viktor Gunnarsson og Aron Kevinsson skildu jafnir, Lilja Guðjónsdóttir sigraði Lili Rá, Bjarki Eyþórsson og Hrafn Þráinsson gerðu jafntefli sem og Valdimar Torfason og Sigurpáll Albertsson, Ólöf Embla sigraði Margréti Ýri, Halldór Logi og Bjarki Þór gerðu jafntefli og Kristján Helgi sigraði Eið Sigurðsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.