Sport

Dag­skráin í dag: Barcelona, Real Madrid, Manchester City, Totten­ham Hotspur og Domin­os deild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bæði Manchester City og Tottenham Hotspur eru í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.
Bæði Manchester City og Tottenham Hotspur eru í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. vísir/Getty

Það stútfull dagskrá af fjöri á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Við sýnum báða leiki dagsins í Meistaradeild Evrópu ásamt upphitun sem og yfirferð í Meistaradeildarmörkunum. Við sýnum tvo leiki úr Dominos-deild kvenna í körfubolta. Lionel Messi og félagar eru í beinni frá Spáni sem og einn leikur fer fram í Evrópudeildinni í kvöld en allir aðrir leikir 32-liða úrslitanna fara fram annað kvöld.

Stöð 2 Sport

Fjölnir tekur á móti Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta klukkan 18.10. Um er að ræða áhugaverðan leik en gestirnir hafa ekki enn tapað leik á meðan nýliðar Fjölnis hafa komið á óvart og staðið sig frábærlega til þessa.

Tveimur tímum síðar, klukkan 20.10, er komið að leik Vals og Hauka í sömu deild. Liðin eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti deildarinnar svo reikna má með öðrum frábærum leik.

Stöð 2 Sport 2

Leikur Tottenham Hotspur og Wolfsberger í Evrópudeildinni fer fram klukkan 16.50. Lærisveinar José Mourinho unnu fyrri leikinn 4-1 og ætti leikur kvöldsins því að vera formsatriði.

Klukkan 19.15 er komið að upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 19.50 hefst svo útsending fyrir leik Borussia Mönchengladbach og Manchester City í 16-liða úrslitum. Að leik loknum eru svo Meistaradeildarmörkin á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Barcelona tekur á móti Elche í spænsku úrvalsdeildinni klukkan 17.50. Börsungar eru að renna út á tíma og verða að vinna í kvöld ef þeir ætla að halda titilvonum sínum á lífi.

Klukkan 19.50 er svo komið að hinum leik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Atalanta tekur á móti Real Madrid í Bergamo á Ítalíu.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 21.30 er GTS Iceland: Tier 1 á dagskrá. Um er að ræða útsendingu frá sterkustu mótaröð Íslands í hermikappakstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×