Fótbolti

Kol­beinn skoraði í sigri Lommel

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kolbeinn skoraði sigurmark Lommel í kvöld.
Kolbeinn skoraði sigurmark Lommel í kvöld. Vísir/Bára

Kolbeinn Þórðarson skoraði annað marka Lommel er liðið vann 2-1 sigur á Lierse Kempenzonen í belgísku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Kolbeinn lék allan leikinn í liði Lommel og skoraði fyrra mark liðsins á 38. mínútu leiksins. Var hann að jafna metin eftir að gestirnir í Lierse K. komust yfir strax á 13. mínútu.

Sigurmarkið kom svo þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka og Lommel hirti því stigin þrjú.

Sigurinn lyfir Lommel upp í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig, stigi minna en Seraing sem er í öðru sæti með 32 stig. Það á þó leik til góða líkt og Westerlo sem er í fjórða sætinu, einnig með 31 stig. St. Gilloise er sem fyrr á toppi deildarinnar með 50 stig.

Hinn 21. árs gamli Kolbeinn lék með Breiðabliki áður en hann hélt til Belgíu árið 2019. Alls hefur hann leikið 15 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.