Erlent

Ó­sætti eftir að borgar­stjóri Lyon tók út kjöt­mál­tíðir í skólum

Sylvía Hall skrifar
Ekki er boðið upp á kjöt í skólum Lyon í Frakklandi. Borgarstjórinn segir ákvörðunina hafa verið tekna í því skyni að einfalda þjónustuna. 
Ekki er boðið upp á kjöt í skólum Lyon í Frakklandi. Borgarstjórinn segir ákvörðunina hafa verið tekna í því skyni að einfalda þjónustuna.  Getty

Grégory Doucet, borgarstjóri frönsku borgarinnar Lyon, ákvað að ekkert kjöt yrði á matseðli skóla í borginni til þess að einfalda matarþjónustu skóla vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskur og egg er þó áfram hluti af skólamáltíðum, en ákvörðunin hefur farið öfugt ofan nokkra ráðamenn.

„Hættum að þvinga hugmyndafræði á diska barnanna okkar,“ skrifaði landbúnaðarráðherrann Julien Denormandie á Twitter. Hann sagði kjöt nauðsynlegt svo börn gætu þroskast vel.

Innanríkisráðherrann Gerald Darmanin tók í sama streng og sagði ákvörðunina óásættanlega mógðun við franska bændur og slátrara.

Doucet, sem er meðlimur í franska græningjaflokknum, sagði forvera sinn í starfi hafa gripið til sömu úrræða þegar faraldurinn hófst. Darmanin sagði ákvörðunina þó merki um „elítíska stefnu“ græningjaflokksins og að sum börn fengju aðeins kjöt í skólamötuneytinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.