Innlent

Töluvert af stútum á ferðinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn hótels leituðu aðstoðar lögreglu vegna hóps sem vildi ekki yfirgefa hótelið.
Starfsmenn hótels leituðu aðstoðar lögreglu vegna hóps sem vildi ekki yfirgefa hótelið. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar stöðvuðu fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Lögregluþjónar höfðu eftirlit með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur í nótt. Í dagbók lögreglu segir að farið hafi verið á sextán staði og hafi þeir virst vel sóttir. Þá hafi sóttvarnaráðstafanir verið góðar á þeim flestum, sem fyrr.

Á einum stað hafi gestir þó verið allt of margir og ekki verið hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli ótengdra hópa. Það er rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir.

Í miðborginni voru einnig höfð afskipti af tveimur einstaklingum sem grunaðir voru um vörslu fíkniefna. Þá bárust tvær tilkynningar um korter fyrir klukkan ellefu í gær. Önnur þeirra snerist um slagsmál í miðbænum og í hinu tilvikinu var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklinga sem neituðu að yfirgefa hótel.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Þá barst lögreglunni tilkynningar um tvær innbrotstilraunir í gærkvöldi, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Eitt þeirra var í Kópavogi á sjöunda tímanum og það síðara í Breiðholti á skömmu eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þar var einn handtekinn og vistaður í fangageymslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.