Innlent

Lista­há­skólinn mun sjá um kvik­mynda­nám á há­skóla­stigi

Sylvía Hall skrifar
Listaháskólinn mun sjá um kvikmyndanám á háskólastigi.
Listaháskólinn mun sjá um kvikmyndanám á háskólastigi. Vísir/Vilhelm

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að Listaháskóli Íslands muni annast kvikmyndanám á háskólastigi. Bæði Listaháskólinn og Kvikmyndaskólinn lýstu yfir áhuga á því að kenna námið á háskólastigi.

Þetta kemur fram í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu RÚV, en þar staðfestir ráðherra að ákvörðun hafi verið tekin og hefur ráðuneytið óskað eftir heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins til samningsgerðar.

Ljóst er að kvikmyndanám á háskólastigi hefur lengi verið til umræðu, en í janúar á þessu ári sendu 55 kvikmyndagerðarmenn bréf til mennta- og menningarmálaráðherra þar sem þeir mæltu með því að fela Listaháskólanum að annast námið. Sögðu þeir eðlilegast að námið yrði kennt í skóla sem væri viðurkennt háskólastofnun.

„Þessar tvær stofnanir geta báðar vel þrifist, haft jákvæð áhrif hvor á aðra um leið og þær sinna ólíkum hlutverkum sínum. KVÍ á framhaldsskólastigi og LHÍ á háskólastigi,“ sagði í bréfi kvikmyndagerðarmannanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.