Sport

Dagskráin í dag: Slagurinn um Akureyri og Mílanó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Upp úr sauð á milli Romelus Lukaku og Zlatans Ibrahimovic í Mílanóslagnum í bikarnum í síðasta mánuði.
Upp úr sauð á milli Romelus Lukaku og Zlatans Ibrahimovic í Mílanóslagnum í bikarnum í síðasta mánuði. Getty/Claudio Villa

Þrettán beinar útsendingar. Í dag eru þrettán beinar útsendingar á íþróttarásum Stöðvar 2 en þar má finna körfubolta, golf, fótbolta og handbolta.

Fyrsta útsending dagsins er úr ítalska boltanum en klukkan 12.50 verður svo flautað til leiks í Barcelona þar sem Cádiz er í heimsókn. Börsungar vilja reisa sig eftir skellinn gegn PSG í vikunni.

Það er hörkuleikur í Vestmannaeyjum er FH heimsækir ÍBV í Olís deild karla. Hefst leikurinn klukkan 13.30. Klukkan 16.00 er það svo Akureyrarslagur Þór og KA.

Skallagrímur og Valur mætast í hörkuleik í Domino’s deild kvenna klukkan 16.00 og klukkan 17.50 er það svo leikur Hauka og Fjölnis í sömu deild.

Mílanóslagurinn er á dagskránni klukkan 13.50 er toppliðin tvö á Ítalíu, AC Milan og Inter Milan, mætast.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×