Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 07:00 Óhætt er að segja að Davíð Kristinsson sé í mörgum hlutverkum á Seyðisfirði. Vísir/Egill „Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“. Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira