Innlent

Bein útsending: Geimferðir til Mars

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ari Kristinn er rektor Háskólans í Reykjavík.
Ari Kristinn er rektor Háskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Reikistjarnan Mars hefur verið uppspretta áhuga og sögusagna í árþúsundir, enda áberandi á himninum, skær og rauð. Ari Kristinn Jónsson, rektor við Háskólann í Reykjavík, fjallar um geimferðir til Mars í fyrsta vísindafyrirlestri skólans sem verða vikulega næstu vikurnar í samstarfi HR og Vísis. Ari Kristinn starfaði um árabil hjá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA.

Þegar fyrstu tækifærin gáfust til að kanna þennan næsta nágranna okkur betur, þá virtist Mars ekki endilega svo áhugaverð eftir allt saman. Á síðustu áratugum hefur það þó snarbreyst og í dag eru bæði fortíð og framtíð Mars ofarlega í huga fjölda fólks.

Fortíð Mars er mjög forvitnileg þar sem ljóst er að vatn hefur runnið á yfirborðinu og því gæti þar hafa verið líf. Framtíðin er ekki síður spennandi, þar sem horft er til mannaðra ferða til Mars og jafnvel lengri tíma dvalar þar. Í tilefni þess að þann 18. febrúar lendir nýjasti könnuður NASA á Mars, þá verður farið yfir könnnun reikistjörnunnar, hvað við vitum, hvað við höldum og við hverju má búast í framtíðinni.

Streymið sem hefst klukkan 12 má sjá að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×