Innlent

Ofurölvi á veitingahúsi og áreitti gest

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan handtók manninn.
Lögreglan handtók manninn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um kvöldmatarleytið í gærkvöldi mann sem var ofurölvi á veitingahúsi í austurbæ Reykjavíkur.

Var maðurinn að áreita gesti að því er segir í dagbók lögreglu en áður hafði lögreglan þurft að hafa afskipti af manninum á öðru veitingahúsi fyrir sams konar háttarlag.

Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Laust fyrir klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á hóteli í miðbænum. Maðurinn lá sofandi á hótelgangi og voru ætluð fíkniefni á gólfinu hjá manninum og víðar.

Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var síðan vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×