Sport

Serena Williams sýndi bikarherbergið sitt og kom sjálfri sér á óvart

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serena Williams eyðir greinilega ekki of miklum tíma inn í bikarherberginu sínu.
Serena Williams eyðir greinilega ekki of miklum tíma inn í bikarherberginu sínu. Getty/ Jack Thomas

Serena Williams er sigursælasta tenniskona heims og hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún sé búin að missa töluna á öllum bikurunum sínum.

Það er eiginlega bara ein drottning í tennisögunni og það er hin bandaríska Serena Williams sem er líklega nálægt því að vera frægasta íþróttakona heimsins.

Serena hefur unnið fjölda bikara og verðlauna á mögnuðum ferli sínum og er að sjálfsögðu með eitt veglegt bikarherbergi á heimili sínu.

Serena bauð 2Cool2Blog í heimsókn til sín og bauð þeim þar upp á skoðunarferð um bikarherbergið sitt eins og sjá má hér fyrir neðan.

Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að verðlaunaherbergið hennar Serenu hafi verið fullt af glæsilegum bikurum en það sem kom á óvart var að Serena Williams sjálft var ekki alveg með það á hreinu hvaða bikarar voru í bikarherberginu hennar.

Í raun var það frekar fyndið að sjá hana finna óvænt bikara sem hún hélt að væri ekki þar svona eins og meðalmaðurinn lendir stundum í þegar hann fer á bólakaf inn í geymsluna sína.

Þegar við skoðum nánar risatitla Serenu á ferlinum þá hefur hún unnið Opna ástralska mótið sjö sinnum, Opna franska mótið þrisvar sinnum, Wimbledon-mótið sjö sinnum og loks Opna bandaríska mótið sex sinnum.

Það er ljóst á öllu að hún hugsar meira um að vinna næsta bikar en að hanga inn í bikarherberginu að dást af þeim bikurum sem hún hefur þegar unnið á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×