Lífið

Leikarinn Dustin Diamond látinn 44 ára að aldri

Eiður Þór Árnason skrifar
Dustin Diamond starfaði einnig sem leikstjóri, uppistandari og tónlistarmaður.
Dustin Diamond starfaði einnig sem leikstjóri, uppistandari og tónlistarmaður. Getty/Noel Vasquez

Bandaríski leikarinn Dustin Diamond er látinn, 44 ára að aldri. Diamond er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar.

Banamein hans var krabbamein en hann greindist með lungnakrabba á fjórða stigi í janúar eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús.

Diamond hafði nýverið undirgengist lyfjameðferð en að sögn Roger Paul, umboðsmanns hans, hrakaði heilsu hans hratt í síðustu viku. Breska ríkisútvarpið hefur eftir umboðsmanninum að aðstandendur Diamond séu þakklátir fyrir að hann hafi ekki þurft að þola frekari sársauka og þjáningar vegna veikinda sinna.

Meðleikarar hans hafa minnst Diamond á samfélagsmiðlum. Tiffani Thiessen, sem lék Kelly Kapowski, segir að fregnirnar hafi hryggt hana mjög.

„Dustin, þín verður saknað. Það má aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut hversu brothætt þetta líf getur verið.“

Mark-Paul Gosselaar, sem fór með hlutverk Zack Morris í gamanþáttunum, segir í tísti að Diamond hafi búið yfir mikilli snilligáfu og að hann muni sakna „þessara hráu, tindrandi neista sem aðeins hann gat leitt fram.“

Tori Spelling, sem lék með Diamond í nokkrum þáttum, minnist fyrstu sjónvarpsástarinnar með fögrum orðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.