Fjallið mældi COVID-áhrifin á sig með því að gera armbeygjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson keppir við Eddie Hall í Las Vegas í september þar sem kraftajötnarnir tveir ætla endanlega að gera upp sín mál. Instagram/@thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn aftur af stað eftir kórónuveirusmit en hann er þó ekki hundrað prósent. Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira