Áslaug Arna mun ræða við Ashley Graham Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Ashley Graham er ein þekktasta fyrirsæta heims. Vísir/getty/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur farið sjálf af stað með lið á Instagram-síðu sinni sem ber heitið Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki. Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s. Hollywood Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s.
Hollywood Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira