Óttast að fleiri hafi gleymst við boðun í bólusetningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 16:30 Salóme Mist Kristjánsdóttir er í áhættuhóp en veit ekki hvenær hún fær boð í bólusetningu. aðsend mynd Salóme Mist Kristjánsdóttir óttast að fleiri í hennar stöðu hafi lent í því að gleymast í kerfinu við boðun í bólusetningu gegn covid-19. Í gær fékk hópur fólks sem nýtir svokallaða NPA-þjónustu fyrstu sprautuna af bóluefni gegn covid-19. Salóme aftur á móti, sem þarf aðstoð við allar daglegar athafnir og er notandi sambærilegrar þjónustu hjá Kópavogsbæ, fékk aftur á móti ekkert boð í bólusetningu. „Þegar þú ert með NPA þá færðu fjármagnið, síðan ertu með umboðsaðila, einhvern eins og til dæmis NPA-miðstöðina sem sér um allt utanumhald. En eins og hjá mér þá er Kópavogsbær í rauninni þessi aðili sem heldur utan um þetta. Ég hef 173 tíma á mánuði og síðan má ég ráða inn aðstoðarfólk sem er þá bara tímavinnustarfsfólk hjá Kópavogsbæ og þau aðstoða mig,“ segir Salóme í samtali við Vísi. „Þannig þetta er í rauninni alveg eins. Ég fæ fólk inn á heimilið, ég þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, en er ekki í þessu formlega NPA-kerfi.“ Salóme hafði fengið spurn af því að NPA-miðstöðin hafi verið iðin við að minna á sína notendur, hafi samband við heilsugæsluna og hafi sent inn lista yfir sína notendur. „Ég heyrði af því og hafði áhyggjur af því að Kópavogsbær væri ekki að gera það sama fyrir okkur svo ég hafði samband við Kópavogsbæ og bað þau sérstaklega um að við myndum ekki gleymast og senda inn álíka lista. Mér skildist að það hafi verið gert, mér var sagt að þetta væri komið áfram til yfirmanns og starfsmaðurinn lofaði að fylgja þessu eftir. Svo fá allir NPA-þegar bólusetningu í gær og ég heyri ekki neitt,“ útskýrir Salóme. Hún hafði því samband við heilsugæsluna. „Ég var svo heppin að komast í samband við manneskjuna sem sér um þessa forgangslista. Hún hafði verið í sambandi við Kópavogsbæ út af öllum þessum málum en þau höfðu ekki sagt frá okkur. Þau höfðu ekki gefið lista með mínu nafni eða annarra í sömu stöðu og þau voru bara miður sín yfir því að við hefðum gleymst. Mér skilst að það eigi að reyna að taka okkur inn næst þegar það kemur bóluefni. En það er náttúrlega einhver bið eftir því og við erum náttúrlega í áhættu á meðan,“ segir Salóme. Hún kveðst vita um fólk sem sé í sambærilegri stöðu í öðrum sveitarfélögum, hún viti um eina konu í Reykjavík og óttast því að sama vandamál kunni að vera uppi á teningnum í fleiri sveitarfélögum. „Heilsugæslan ætlar að hafa samband við bæjarfélögin og reyna að fá þessa lista,“ segir Salóme sem vonar að biðin eftir bóluefni verði ekki of löng. Hún segir að þótt hún hafi sem betur fer ekki upplifað mikla skerðingu á þjónustu í faraldrinum, þá hafi ástandið vissulega tekið á. „Ég er náttúrlega eiginlega bara með þessa þjónustu; liðveisluþjónustu sem kemur heim til mín, og sjúkraþjálfara sem koma heim og það hefur ekki mikið skerst. En það hefur náttúrlega verið mikil hræðsla. Það er náttúrlega mjög óhugnanlegt að vera með mikil undirliggjandi veikindi, í rosalegum áhættuhóp, og þurfa að vera að fá fólk inn á heimilið á hverjum einasta degi. Ég get ekkert gert til að verja mig. Allt mitt öryggi veltur á aðstoðarfólki mínu,“ segir Salóme. „Það mætti gjarnan gera þetta ferli eitthvað gagnsærra. Við þurfum alltaf að vera á tánum að berjast fyrir okkar réttlæti,“ segir Salóme. Heilbrigðismál Bólusetningar Félagsmál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
„Þegar þú ert með NPA þá færðu fjármagnið, síðan ertu með umboðsaðila, einhvern eins og til dæmis NPA-miðstöðina sem sér um allt utanumhald. En eins og hjá mér þá er Kópavogsbær í rauninni þessi aðili sem heldur utan um þetta. Ég hef 173 tíma á mánuði og síðan má ég ráða inn aðstoðarfólk sem er þá bara tímavinnustarfsfólk hjá Kópavogsbæ og þau aðstoða mig,“ segir Salóme í samtali við Vísi. „Þannig þetta er í rauninni alveg eins. Ég fæ fólk inn á heimilið, ég þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, en er ekki í þessu formlega NPA-kerfi.“ Salóme hafði fengið spurn af því að NPA-miðstöðin hafi verið iðin við að minna á sína notendur, hafi samband við heilsugæsluna og hafi sent inn lista yfir sína notendur. „Ég heyrði af því og hafði áhyggjur af því að Kópavogsbær væri ekki að gera það sama fyrir okkur svo ég hafði samband við Kópavogsbæ og bað þau sérstaklega um að við myndum ekki gleymast og senda inn álíka lista. Mér skildist að það hafi verið gert, mér var sagt að þetta væri komið áfram til yfirmanns og starfsmaðurinn lofaði að fylgja þessu eftir. Svo fá allir NPA-þegar bólusetningu í gær og ég heyri ekki neitt,“ útskýrir Salóme. Hún hafði því samband við heilsugæsluna. „Ég var svo heppin að komast í samband við manneskjuna sem sér um þessa forgangslista. Hún hafði verið í sambandi við Kópavogsbæ út af öllum þessum málum en þau höfðu ekki sagt frá okkur. Þau höfðu ekki gefið lista með mínu nafni eða annarra í sömu stöðu og þau voru bara miður sín yfir því að við hefðum gleymst. Mér skilst að það eigi að reyna að taka okkur inn næst þegar það kemur bóluefni. En það er náttúrlega einhver bið eftir því og við erum náttúrlega í áhættu á meðan,“ segir Salóme. Hún kveðst vita um fólk sem sé í sambærilegri stöðu í öðrum sveitarfélögum, hún viti um eina konu í Reykjavík og óttast því að sama vandamál kunni að vera uppi á teningnum í fleiri sveitarfélögum. „Heilsugæslan ætlar að hafa samband við bæjarfélögin og reyna að fá þessa lista,“ segir Salóme sem vonar að biðin eftir bóluefni verði ekki of löng. Hún segir að þótt hún hafi sem betur fer ekki upplifað mikla skerðingu á þjónustu í faraldrinum, þá hafi ástandið vissulega tekið á. „Ég er náttúrlega eiginlega bara með þessa þjónustu; liðveisluþjónustu sem kemur heim til mín, og sjúkraþjálfara sem koma heim og það hefur ekki mikið skerst. En það hefur náttúrlega verið mikil hræðsla. Það er náttúrlega mjög óhugnanlegt að vera með mikil undirliggjandi veikindi, í rosalegum áhættuhóp, og þurfa að vera að fá fólk inn á heimilið á hverjum einasta degi. Ég get ekkert gert til að verja mig. Allt mitt öryggi veltur á aðstoðarfólki mínu,“ segir Salóme. „Það mætti gjarnan gera þetta ferli eitthvað gagnsærra. Við þurfum alltaf að vera á tánum að berjast fyrir okkar réttlæti,“ segir Salóme.
Heilbrigðismál Bólusetningar Félagsmál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira