María kemur til United frá Englandsmeisturum Chelsea sem hún lék með í fjögur ár. Hún varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea og einu sinni bikarmeistari.
„Ég er stolt af því að ganga til liðs við Manchester United. Þegar ég var að vaxa úr grasi var félagið alltaf stórt í Noregi og það er mjög spennandi fyrir mig að vera orðinn hluti af liðinu,“ sagði María á heimasíðu United.
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 22, 2021
How are you liking your first United shirt, @MariaThorisdott?! #MUWomen pic.twitter.com/zVFOfU2A7T
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 22, 2021
María, sem er 27 ára, hefur leikið 46 landsleiki fyrir Noreg og skorað tvö mörk. Hún var í norska liðinu sem komst í undanúrslit á HM 2019.
Chelsea og United eru jöfn að stigum á toppi ensku ofurdeildarinnar en Chelsea á leik til góða. Chelsea sigraði United í toppslag um síðustu helgi, 2-1.