Sara ánægð með æfingarnar með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru miklir félagar. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit fólkið Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði í hópi þekktasta CrossFit fólks heims. Þrátt fyrir ólíka stíla og þjálfunaraðferðir þá vilja þau æfa reglulega saman. Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira