Hún er sökuð um að hafa truflað eða hindrað lyfjaeftirlitsferlið. Ef hún verður fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér átta ára bann.
Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem McNeal kemst í kast við lyfjalögin en hún missti af HM 2017 vegna árs banns sem hún fékk fyrir að mæta ekki í þrjú lyfjapróf.
Íþróttamenn sem hindra lyfjaeftirlitferli geta fengið allt að fjögurra ára bann en vegna fyrri brota McNeals gæti hún fengið átta ára bann.
McNeal, sem er 29 ára, vann gull í hundrað metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Þremur árum áður varð hún heimsmeistari í sömu grein.