Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:41 Keppni í körfubolta hér á landi hefur legið niðri síðan snemma í október, líkt og í öðrum greinum, ef undan eru skildir alþjóðlegir leikir. vísir/vilhelm Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Sjá meira