Erlent

Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid-19 í Færeyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Þórshöfn. Alls hafa á sjötta hundrað greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá upphafi faraldursins.
Frá Þórshöfn. Alls hafa á sjötta hundrað greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá upphafi faraldursins. Getty

Tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið af völdum Covid-19 í Færeyjum í dag. Var um að ræða 68 ára karlmann sem hafði legið á sjúkrahúsi í Þórshöfn vegna veikindanna frá því skömmu fyrir jól.

Frá þessu segir á heimasíðunni korona.fo. Þar segir að maðurinn hafi andast á Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn í gær.

Alls hafa 626 smitast af kórónuveirunni í Færeyjum frá upphafi faraldursins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.