27 milljóna króna harmsaga sem endar vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2021 15:31 Hewitt spilaði fyrst á hljóðfærið á streymistónleikum í Tómasarkirkju í Leipzig í nóvember í fyrra. Myndin er hins vegar frá 2019. epa/Ricardo Maldonado Rozo Píanóleikarinn Angela Hewitt hefur fundið ástina á ný; 27 milljóna króna Fazioli flygil, sem var sérsmíðaður eftir að ástin hennar eyðilagðist í flutningum í fyrra. „Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það. Tónlist Menning Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
„Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það.
Tónlist Menning Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira