Landsliðskonur kanna ný tækifæri í sandinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 12:31 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er næstreyndasta landsliðskona sögunnar. Instagram/@vigfusdottir_gretarsdottir Íslensku landsliðskonurnar Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir hafa sett stefnuna á Ólympíuleikina í París 2024. Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021 Blak Ólympíuleikar Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hafa verið í fararbroddi í íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og báðar hafa þær einnig reynt fyrir sér sem atvinnumenn í sinni íþrótt. Nú hafa þær hins vegar tekið þá stóru ákvörðun að prófa að reyna fyrir sér saman í strandblaki. Stelpurnar hófu nýtt ár á því að setja upp fésbókarsíðuna Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir og eru byrjaðar að vinna í því að safna sér styrkjum og frekari stuðningi. „Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í sandinum og hefst það ævintýri næsta sumar. Við erum gífurlega spenntar að gera þetta af alvöru og vonum að sem flestir vilji fylgjast með,“ segir í færslunni hjá þeim á nýju fésbókarsíðunni. Stelpurnar kynna sig líka á síðunni og svara þar spurninginni: Hverjar erum við? „Við höfum verið hluti af íslenska landsliðinu í blaki í langan tíma og einnig spilað sem atvinnumenn í nokkur ár svo nú verður spennandi að sjá hvert það fleytir okkur í sandinum,“ segir í færslunni. „Jóna er alin upp í Þrótti Nes og er Norðfirðingur í húð og hár. Hún byrjaði að æfa blak þegar hún var 10 ára. Með Þrótti hefur hún unnið fjölda titla en einnig hefur hún fengið viðurkenningar frá íþróttadeild Þróttar og Fjarðarbyggðar. Jóna var kosin blakkona ársins 2020. Thelma kemur frá Mosfellsbæ og byrjaði að æfa blak þegar hún var 5 ára. Hún er alin upp í Aftureldingu og hefur verið hluti af velgengni þeirra frá upphafi. Thelma hefur einnig verið valin íþróttakona Aftureldingar og íþróttakona Mosfellsbæjar.“ Jóna Guðlaug var eins og áður sagði valin blakkona ársins á dögunum en hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Hylte/Halmstad í Svíþjóð. Jóna hefur verið meira og minna að spila í útlöndum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er fyrirliði sænska liðsins síns og átti frábært tímabil þar til að keppni var stöðuvð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Jóna Guðlaug hefur líka verið fyrirliði íslenska landsliðsins en hún er núna í öðru sæti yfir flesta landsleikja frá upphafi með 84 leiki. Thelma Dögg hefur leikið 49 landsleiki og er í tólfta sæti á sama lista. Við höfum ákveðið að spila strandblak saman! Eftir að hafa spilað inniblak höfum við ákveðið að kanna ný tækifæri í...Posted by Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir on Föstudagur, 1. janúar 2021
Blak Ólympíuleikar Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira