Erlent

Ofsóttum borgarstjóra veitt hæli í Perú

Stjórnaranstæðingurinn Manuel Rosales í ham. Honum hefur verið veitt pólitískt hæli í Perú.
Stjórnaranstæðingurinn Manuel Rosales í ham. Honum hefur verið veitt pólitískt hæli í Perú.
Stjórnvöld í Perú hafa veitt stjórnarandstæðingnum og borgarstjóra Maracaibo-borgar í Venesúela, Manuel Rosales, pólitískt hæli. Hann á yfir höfði sér ákæru í heimalandinu sínu vegna meintrar spillingar. Sjálfur segist Rosales vera ofsóttur af Hugo Chavez, forseta landsins, og fylgismönnum hans. Jafnframt segir hann allar ásakanir um spillingu vera tilhæfulausar.

Rosales bauð sig fram gegn Chavez í forsetakosningunum árið 2006 en tapaði. Hann var kjörinn borgarstjóri í Maracaibo í fyrra, en borgin er næststærsta borg Venesúela.

Tareck el-Aissami, innanríkisráðherra Venesúela, fullyrðir að Rosales sé ekkert annað en glæpamaður á flótta.

Talið er líklegt að ákvörðun ráðamanna í Perú muni torvelda samskipti landanna enn frekar, en þau þóttu heldur stirð áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×