Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar góðum árangri með íslenska fánann. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið „Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki meðal keppenda í Dúbaí að þessu sinni en á mikið í þessari æfingaröð sem varð til í kringum CrossFit Reykjavík fyrr á þessu ári. Á því móti, því fyrsta á Íslandi sem gaf farseðil á heimsleikana, var sérstök aukakeppni á milli Anníe Mistar og Katrínar Tönju Davíðsdóttir. Anníe Mist hafði þar betur en hér fyrir neðan má sjá æfinguna sem heitir „Dóttir“ og keppt var í um helgina. View this post on Instagram Individual Event 9 “Dottir Workout” Women start at 4:25. Men start at 4:59. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar @emiratessportsmed A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 14, 2019 at 4:09am PST Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir kepptu báðar í „Dóttir“ í Dúbaí sem og Björgvin Karl Guðmundsson. Sara varð í öðru sæti og Eik í tíunda sæti. Það var Ástralinn Jamie Greene sem vann þessa íslensku CrossFit grein. Björgvin Karl náði sér ekki alveg á strik og endaði í sjöunda sæti í karlakeppninni í þessari mjög svo krefjandi grein. Anníe Mist nýtti tækifærið þegar ljóst varð að „Dóttirin“ hennar var komin í útrás til Dúbaí og deildi gæsahúðamyndbandi frá uppákomunni í maí þegar keppt var í „Dóttir“ í fyrsta sinn. View this post on Instagram I’m so proud that @dxbfitnesschamp decided to repeat the DOTTIR workout introduced @reykjavikcrossfitchampionship earlier this year. I wish I had been out there on the floor doing the workout with all the amazing athletes in Dubai, but since I couldn’t be there, here is a throwback to two DOTTIRS, me and @katrintanja going head to head. Full video on my YouTube page! Link in bio 12-9-6 Bar MU 21 DL - 15 Hang Clean - 9 STOH Bar at 100/70kg - 220/155lbs Proud to be a Dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Dec 15, 2019 at 2:36pm PST Anníe Mist segir á Instagram síðu sinni að hún hafi verið mjög stolt af því „Dóttir“ var valin sem æfing á mótinu í Dúbaí og að hún hefði óskað að hún væri að taka á því með hinum stelpunum. Í myndbandinu sem kom inn á Youtube síðu Anníe Mistar má sjá upphitun fyrir æfinguna í Laugardalshöllinni í maí 2019 og þar má sjá helstu afrekskonur Íslands í gegnum tíðina. Eftir þessa dramatísku og flotta inngang má síðan sjá rosalega keppni á milli Anníe Mistar og Katrínar. Jamie Greene kláraði æfinguna í Dúbaí á fimm mínútum og fjórum sekúndum og Sara kom næst aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Anníe Mist kláraði æfinguna á fjórum mínútum og tuttugu sekúndum í Laugardalshöllinni síðasta vor. Katrín var um sautján sekúndum á eftir henni og kláraði því líka á undir fimm mínútum. Það má sjá þessa gæsahúðamyndband hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið „Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki meðal keppenda í Dúbaí að þessu sinni en á mikið í þessari æfingaröð sem varð til í kringum CrossFit Reykjavík fyrr á þessu ári. Á því móti, því fyrsta á Íslandi sem gaf farseðil á heimsleikana, var sérstök aukakeppni á milli Anníe Mistar og Katrínar Tönju Davíðsdóttir. Anníe Mist hafði þar betur en hér fyrir neðan má sjá æfinguna sem heitir „Dóttir“ og keppt var í um helgina. View this post on Instagram Individual Event 9 “Dottir Workout” Women start at 4:25. Men start at 4:59. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar @emiratessportsmed A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 14, 2019 at 4:09am PST Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir kepptu báðar í „Dóttir“ í Dúbaí sem og Björgvin Karl Guðmundsson. Sara varð í öðru sæti og Eik í tíunda sæti. Það var Ástralinn Jamie Greene sem vann þessa íslensku CrossFit grein. Björgvin Karl náði sér ekki alveg á strik og endaði í sjöunda sæti í karlakeppninni í þessari mjög svo krefjandi grein. Anníe Mist nýtti tækifærið þegar ljóst varð að „Dóttirin“ hennar var komin í útrás til Dúbaí og deildi gæsahúðamyndbandi frá uppákomunni í maí þegar keppt var í „Dóttir“ í fyrsta sinn. View this post on Instagram I’m so proud that @dxbfitnesschamp decided to repeat the DOTTIR workout introduced @reykjavikcrossfitchampionship earlier this year. I wish I had been out there on the floor doing the workout with all the amazing athletes in Dubai, but since I couldn’t be there, here is a throwback to two DOTTIRS, me and @katrintanja going head to head. Full video on my YouTube page! Link in bio 12-9-6 Bar MU 21 DL - 15 Hang Clean - 9 STOH Bar at 100/70kg - 220/155lbs Proud to be a Dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Dec 15, 2019 at 2:36pm PST Anníe Mist segir á Instagram síðu sinni að hún hafi verið mjög stolt af því „Dóttir“ var valin sem æfing á mótinu í Dúbaí og að hún hefði óskað að hún væri að taka á því með hinum stelpunum. Í myndbandinu sem kom inn á Youtube síðu Anníe Mistar má sjá upphitun fyrir æfinguna í Laugardalshöllinni í maí 2019 og þar má sjá helstu afrekskonur Íslands í gegnum tíðina. Eftir þessa dramatísku og flotta inngang má síðan sjá rosalega keppni á milli Anníe Mistar og Katrínar. Jamie Greene kláraði æfinguna í Dúbaí á fimm mínútum og fjórum sekúndum og Sara kom næst aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Anníe Mist kláraði æfinguna á fjórum mínútum og tuttugu sekúndum í Laugardalshöllinni síðasta vor. Katrín var um sautján sekúndum á eftir henni og kláraði því líka á undir fimm mínútum. Það má sjá þessa gæsahúðamyndband hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira