Forseti ESA: Nú verðið þið að borga 11. júní 2011 06:00 Per Sanderud. Þolinmæði okkar er á þrotum, segir forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. Mynd/Anton „Við höfum verið mjög þolinmóð og gefið lengri frest en aðrir fá. En nú verðið þið að borga," segir Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. ESA sendi stjórnvöldum áminningarbréf í maí í fyrra þar sem lýst var þeirri skoðun að Íslendingar hefðu ekki farið eftir tilskipun samnings Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um innstæðutryggingar. Stjórnvöld svöruðu bréfinu í maí síðastliðnum og mótmæltu. ESA heldur fast við sinn keip og hefur nú gefið stjórnvöldum þriggja mánaða frest til viðbótar til andsvara. Berist svarið ekki innan marka eða það sé ekki fullnægjandi mun Icesave-málið fara fyrir EFTA-dómsstólinn. Per Sanderud segir Íslendinga hafa með réttu átt að greiða innstæðutrygginguna skömmu eftir hrunið. Að gefnum öllum frestum rann gjalddaginn upp í október 2009. ESA ákvað hins vegar að bíða með ákvörðun sína þar til viðræðum samninganefndar við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi lyki. „Við höfum ekki viljað blanda okkur í mál ykkar og verið þolinmóð. En nú hafið þið kosið um það í tvígang. Nú hefur liðið svo langur tími síðan þið áttuð að greiða trygginguna að við getum ekki beðið lengur," segir Sanderud. Hann leggur áherslu á að um mikilvægt neytendamál sé að ræða, innstæðueigendur verði að geta treyst því að fá lágmarkstryggingu greidda. Álit ESA er ekki í mótsögn við neyðarlögin þótt þar sé komið inn á mismunun stjórnvalda á innstæðueigendum eftir þjóðerni. Það snýst öðru fremur um tilskipun um innstæðutryggingar sem Íslendingar undirgengust þegar EES-samningurinn var fullgildur. „Þið verðið að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa gengist undir með aðild sinni að EES-samningnum," segir Sanderud.- jab Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
„Við höfum verið mjög þolinmóð og gefið lengri frest en aðrir fá. En nú verðið þið að borga," segir Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. ESA sendi stjórnvöldum áminningarbréf í maí í fyrra þar sem lýst var þeirri skoðun að Íslendingar hefðu ekki farið eftir tilskipun samnings Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um innstæðutryggingar. Stjórnvöld svöruðu bréfinu í maí síðastliðnum og mótmæltu. ESA heldur fast við sinn keip og hefur nú gefið stjórnvöldum þriggja mánaða frest til viðbótar til andsvara. Berist svarið ekki innan marka eða það sé ekki fullnægjandi mun Icesave-málið fara fyrir EFTA-dómsstólinn. Per Sanderud segir Íslendinga hafa með réttu átt að greiða innstæðutrygginguna skömmu eftir hrunið. Að gefnum öllum frestum rann gjalddaginn upp í október 2009. ESA ákvað hins vegar að bíða með ákvörðun sína þar til viðræðum samninganefndar við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi lyki. „Við höfum ekki viljað blanda okkur í mál ykkar og verið þolinmóð. En nú hafið þið kosið um það í tvígang. Nú hefur liðið svo langur tími síðan þið áttuð að greiða trygginguna að við getum ekki beðið lengur," segir Sanderud. Hann leggur áherslu á að um mikilvægt neytendamál sé að ræða, innstæðueigendur verði að geta treyst því að fá lágmarkstryggingu greidda. Álit ESA er ekki í mótsögn við neyðarlögin þótt þar sé komið inn á mismunun stjórnvalda á innstæðueigendum eftir þjóðerni. Það snýst öðru fremur um tilskipun um innstæðutryggingar sem Íslendingar undirgengust þegar EES-samningurinn var fullgildur. „Þið verðið að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa gengist undir með aðild sinni að EES-samningnum," segir Sanderud.- jab
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira