Læknir telur öryggi annarra heimilismanna á Eir tryggt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. maí 2020 11:39 Mikil áhersla hefur verið lögð á það að tryggja að smit komi upp ekki upp á hjúkrunarheimilunum hér á landi meðal annars með því að setja á heimsóknarbann. Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44
Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36