Fótbolti

Eiður fór meiddur af velli í neyðarlegu tapi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Eiður Smári í leik með Molde.
Eiður Smári í leik með Molde. Mynd/MoldeFK
Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekknum í neyðarlegu 0-4 tapi Molde gegn Sarpsborg í norska boltanum í dag.

Var þetta fyrsta tap Molde á þessari leiktíð en Molde hafði unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli í fyrstu sex leikjunum.

Eiði var skipt inná í stöðunni 0-2 á 26. mínútu leiksins en honum tókst ekki að breyta gangi leiksins og var honum skipt af velli vegna meiðsla á 67. mínútu leiksins í stöðunni 0-3.

Kristni var sömuleiðis skipt af velli í stöðunni 3-0 fyrir Sarpsborg en heimamönnum tókst að bæta við fjórða markinu á lokamínútu venjulegs leiktíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×