Fótbolti

Cisse hitar upp fyrir Mariah Carey

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Djibril Cisse, fyrrum framherji Liverpool, hefur náð skjótum frama sem plötusnúður eftir að hann hætti að spila knattspyrnu.

Cisse tilkynnti nýlega að hann myndi hita upp fyrir tónleika bandarísku söngkonunnar Mariah Carey á tónleikum í París. Ekki amalegt.

Cisse er 34 ára og spilaði síðast með Saint-Pierroise í frönsku C-deildinni. Hann á að baki 41 leik með franska landsliðinu og spilaði í efstu deild í Englandi, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×