Vinirnir kannski allir látnir Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 18:55 Ungur sýrlenskur drengur, sem býr á Íslandi veit ekki hvort einhver vina hans er ennþá á lífi eftir öll þau átök sem hafa geisað í Sýrlandi. Talið er að um tvö þúsund manns hafi fallið í efnavopnaárás þar í landi í gær. Jamil Kouwatli flúði frá Sýrlandi hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni og býr með konu sinni og þremur drengjum og er von á lítilli stúlku á næstu dögum þar sem að konan hans er gengin 40 vikur á leið. Hann hefur áhyggjur af því að Sýrlendingar fái ekki þá hjálp sem þeir þurfa frá alþjóðasamfélaginu og finnst erfitt að hugsa til þess þar sem að íbúar landsins þurfa svo sannarlega á henni að halda. „Þau eru manneskjur, við erum öll manneskjur. Ég er öruggur hér á landi og fjölskyldan mín líka, en það eru milljónir barna í Sýrlandi“, segir Jamil. Jamil og fjölskylda hans hafa misst marga ástvini í átökunum í landinu og hafa þau til dæmis ekki náð í frænku sína frá því að efnavopnaárásin átti sér stað og segir hann ástandið í landinu hrikalegt. „Sum börn fá einungis að borða einu sinni á tveggja daga fresti, sumir eru dánir því að það eru ekki til lyf. Fólk getur ekki farið neitt og getur ekki gert neitt,“ segir hann. Fleiri en 970 þúsund börn hafa verið skráð sem flóttamenn í nágrannaríkjum Sýrlands og er neyðin mikil í landinu. Öll áheit til UNICEF í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn renna til neyðaraðgerðanna og ætla Jamil og synir hans að hlaupa. Þeir eru ekki einir því margir hafa skráð sig og er Jamil þeim þakklátur. Fyrir nokkrum árum léku synir Jamil sér eins og önnur börn, og gátu áhyggjulausir brosað á götum úti. Áður en fjöldskyldan flúði hingað til lands var lífið þeirra ekki þannig og búa börn í landinu við daglegan ótta og sorg. „Eftir að stríðið byrjaði var skotið á okkur. Við hættum að fara í skólann og vorum hræddir á hverjum degi og því flúðum við til Jórdaníu,“ segir Mohamed, sonur Jamil. Hann segir marga vina sína látna og að í raun viti hann ekki hvort einhverjir þeirra séu á lífi.Áheitasíða Jamils og strákanna Tengdar fréttir Loftárás á sama hverfi og varð fyrir efnavopnaárás í gær Stjórnarherinn í Sýrlandi gerði í morgun loftárásir á úthverfi höfuðborgarinnar, Damaskus, þar sem stjórnarandstaðan sakar menn Assads forseta um að hafa beitt efnavopnum í gær. 22. ágúst 2013 11:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Ungur sýrlenskur drengur, sem býr á Íslandi veit ekki hvort einhver vina hans er ennþá á lífi eftir öll þau átök sem hafa geisað í Sýrlandi. Talið er að um tvö þúsund manns hafi fallið í efnavopnaárás þar í landi í gær. Jamil Kouwatli flúði frá Sýrlandi hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni og býr með konu sinni og þremur drengjum og er von á lítilli stúlku á næstu dögum þar sem að konan hans er gengin 40 vikur á leið. Hann hefur áhyggjur af því að Sýrlendingar fái ekki þá hjálp sem þeir þurfa frá alþjóðasamfélaginu og finnst erfitt að hugsa til þess þar sem að íbúar landsins þurfa svo sannarlega á henni að halda. „Þau eru manneskjur, við erum öll manneskjur. Ég er öruggur hér á landi og fjölskyldan mín líka, en það eru milljónir barna í Sýrlandi“, segir Jamil. Jamil og fjölskylda hans hafa misst marga ástvini í átökunum í landinu og hafa þau til dæmis ekki náð í frænku sína frá því að efnavopnaárásin átti sér stað og segir hann ástandið í landinu hrikalegt. „Sum börn fá einungis að borða einu sinni á tveggja daga fresti, sumir eru dánir því að það eru ekki til lyf. Fólk getur ekki farið neitt og getur ekki gert neitt,“ segir hann. Fleiri en 970 þúsund börn hafa verið skráð sem flóttamenn í nágrannaríkjum Sýrlands og er neyðin mikil í landinu. Öll áheit til UNICEF í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn renna til neyðaraðgerðanna og ætla Jamil og synir hans að hlaupa. Þeir eru ekki einir því margir hafa skráð sig og er Jamil þeim þakklátur. Fyrir nokkrum árum léku synir Jamil sér eins og önnur börn, og gátu áhyggjulausir brosað á götum úti. Áður en fjöldskyldan flúði hingað til lands var lífið þeirra ekki þannig og búa börn í landinu við daglegan ótta og sorg. „Eftir að stríðið byrjaði var skotið á okkur. Við hættum að fara í skólann og vorum hræddir á hverjum degi og því flúðum við til Jórdaníu,“ segir Mohamed, sonur Jamil. Hann segir marga vina sína látna og að í raun viti hann ekki hvort einhverjir þeirra séu á lífi.Áheitasíða Jamils og strákanna
Tengdar fréttir Loftárás á sama hverfi og varð fyrir efnavopnaárás í gær Stjórnarherinn í Sýrlandi gerði í morgun loftárásir á úthverfi höfuðborgarinnar, Damaskus, þar sem stjórnarandstaðan sakar menn Assads forseta um að hafa beitt efnavopnum í gær. 22. ágúst 2013 11:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Loftárás á sama hverfi og varð fyrir efnavopnaárás í gær Stjórnarherinn í Sýrlandi gerði í morgun loftárásir á úthverfi höfuðborgarinnar, Damaskus, þar sem stjórnarandstaðan sakar menn Assads forseta um að hafa beitt efnavopnum í gær. 22. ágúst 2013 11:15