Enski boltinn

Man. City með Cordoba í sigtinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ivan Cordoba.
Ivan Cordoba.

Hinn nýráðni stjóri Man. City, Roberto Mancini, er þegar farinn að líta í kringum sig eftir nýjum leikmönnum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Kólumbíumaðurinn Ivan Cordoba hjá Inter er talinn vera ofarlega á óskalista Mancini sem telur brýnt að styrkja varnarleik City.

Cordoba á ekki upp á pallborðið hjá Jose Mourinho, þjálfara Inter, og því gæti Inter verið til í að láta hann fara.

Kólumbíumaðurinn átti fast sæti í byrjunarliði Inter þegar Mancini var þjálfari félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×