Enski boltinn

Santos gæti kært Chelsea vegna Neymar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Neymar fagnar marki sínu í æfingaleik gegn Bandaríkjunum í vikunni.
Neymar fagnar marki sínu í æfingaleik gegn Bandaríkjunum í vikunni. AFP
Brasilíska félagið Santos íhugar nú að kæra Chelsea til FIFA fyrir að tala við Neymar án samþykkis félagsins.

Eins og greint var frá í dag er talið að Neymar muni ganga til liðs við Chelsea fyrir 25 milljónir evra innan skamms.

Forseti Santos, Luis Alvaro Ribeiro, segir að Chelsea hafi talað við hinn átján ára gamla framherja án þess að hafa leyfi fyrir því.

Hann bætti við að Santos vildi ekki selja leikmanninn en ef Chelsea borgaði þær 35 milljónir evra sem söluklásúla í samningi hans hljóðar upp á mætti enska félagið tala við stjörnuna.


Tengdar fréttir

Neymar fer til Chelsea

Brasilíska stjarnan Neymar er sagður hafa samþykkt samningstilboð Chelsea og er á leið til Lundúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×