Enski boltinn

Neymar fer til Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíska stjarnan Neymar er sagður hafa samþykkt samningstilboð Chelsea og er á leið til Lundúna.

Eitt helsta blað Brasilíu heldur þessu fram í dag. Samkvæmt blaðinu var gengið frá málinu í New York í gær.

Hermt er að Chelsea muni greiða brasilíska liðinu Santos 25 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Chelsea hefur verið á eftir leikmanninum í allt sumar. Santos sagði nei takk við boði upp á 20 milljónir evra en hefur samþykkt tilboð upp á 25 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×