Innlent

Jóhanna er í sérflokki

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sé í sérflokki hvað vinsældir og traust á meðal almennings varðar.

,,Það er enginn vafi á því að Jóhanna er sá íslenski stjórnmálamaður sem nýtur mests trausts Íslandi og það hefur verið þannig lengi," segir Gunnar og bætir við að aðrir stjórnmálmenn standi henni langt að baki hvað það varðar.

Samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins vilja rúmlega þrefalt fleiri að Jóhanna leiði Samfylkinguna í komandi þingkosningum heldur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins. Munurinn er enn meiri ef aðeins eru skoðuð svör Samfylkingarfólks.

Að mati Gunnars er könnunin lýsandi fyrir atburðarás vetrarins. Ingibjörg hafi verið í forystu í ríkisstjórn þegar flótti brast á liði Samfylkingarinnar. ,,Hún stendur fyrir það og flokkurinn var að það bil að hrynja í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hún er gjalda þess."

Gunnar segir að stjarna Ingibjargar hafi risað hæst þegar hún var borgarstjóri en hún hafi lent í miklum deilum við Sjálfstæðisflokkinn um það leyti sem hún snéri sér að landsmálunum. ,,Ingibjörg laskaðist sem stjórnmálamaður í þeim deilum og hefur aldrei notið neinna viðlíka vinsælda eftir það."

Aðspurður hvort að Ingibjörg geti haldið áfram í stjórnmálum segist Gunnar ekki vita hvort að hún hafi áhuga á að halda áfram eða ekki. ,,Það fer held ég svolítið eftir því hvað Jóhanna vill gera."

Þá telur Gunnar að Jón Baldvin Hannibalsson eigi ekki mikla möguleika á að verða formaður Samfylkingarinnar.


Tengdar fréttir

Ingibjörg ákveður sig í vikunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun síðar í vikunni greina frá áformum sínum um eigin aðkomu að íslenskum stjórnmálum í nánustu framtíð. Ingibjörg hefur verið í leyfi síðustu þrjár vikur til að jafna sig eftir veikindi undanfarinna mánaða. Óvíst hefur verið hvort að hún hafi hug á að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar og sem þingmaður.

Þrefalt fleiri vilja Jóhönnu frekar en Ingibjörgu

Rúmlega þrefalt fleiri vilja að að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra leiði Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum, en að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins geri það, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.