„Kaþólska kirkjan bara núll og nix" Una Sighvatsdóttir skrifar 6. desember 2015 10:00 Maðurinn sem rauf þögnina um ofbeldi gagnvart börnum innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi segist loksins finna frið í hjartanu, eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um sanngirnisbætur þeim til handa. Ísleifur Friðriksson var sá sem fyrstur manna tjáði sig um ofbeldisverk séra Georgs og Margrétar Müller í Landakotsskóla. Það gerði hann með nafnlausu viðtali í Fréttatímanum árið 2011. Í kjölfarið stigu fleiri fram og greindu frá ofbeldisverkum „Þetta er náttúrulega búin að vera rússíbanareið upp og niður hjá okkur, þessum krökkum. Við erum búin að hafa það mismunandi slæmt, og aðallega slæmt, lengi," segir Ísleifur. „Það eina sem ég fór fram á var bara að kaþólska kirkjan á Íslandi axlaði sína ábyrgð og faðmaði okkur, þessa krakka, og bæði okkur fyrirgefningar." Viðurkenning á ofbeldinu Svo fór að skipuð var rannsóknarnefnd sem gaf út viðamikla skýrslu 2012 með þeirri niðurstöðu að kaþólska kirkjan hafi reynt að þagga niður upplýsingar um ofbeldi í Landakotsskóla. Frumvarp sem samþykkt var á Alþingi nú í vikulok þýðir að lög um vistheimilisnefnd ná nú einnig yfir þolendur ofbeldis í Landakotsskóla, og að þau muni fá greiddar sanngirnisbætur. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður Vistheimilanefndar, segist að samstaða Alþingis um að samþykkja lagafrumvarpið sé þolendunum mikilvæg. „Ég held að það skipti mjög miklu máli að fá þessa viðurkenningu á því ofbeldi sem þetta fólk varð fyrir. Það er beðist afsökunar með þessu, því þetta fellur undir það sama, og ég vona svo sannarlega að fólk geti gengið beint í baki þegar þessu er lokið." Guðrún mun nú taka viðtöl við alla þá þolendur sem gefa sig fram til þess að ákvarða bæturnar. Stefnt er að því að sú vinna hefjist í mars.Kirkjan búin að sýna sitt rétta andlit Kaþólska kirkjan hefur aldrei viðurkennt bótaskyldu vegna þess andlega og kynferðislega ofbeldis sem börn í Landakotsskóla urðu fyrir, né heldur beðist afsökunar á brotunum. Með sanngirnisbótunum er íslenska ríkið því að gera það sem kirkjan gerði aldrei. Árið 2013 fékk Ísleifur sendar 170 þúsund krónur frá Kaþólsku kirkjunni, sem skýrðar voru sem „frjálst framlag" kirkjunnar til hans og ítrekað að því fylgdi engin viðurkenning á brotinu. Ísleifur skilaði eingreiðslunni, enda segir hann málið aldrei hafa snúist um peninga. Fimm árum eftir að hann steig fyrstur fram segist Ísleifur hinsvegar loksins hafa fengið frið í sálina vegna málsins þegar Ögmundur Jónasson hringdi í hann í vikunni til að láta hann vita að frumvarpið um sanngirnisbætur hefði verið samþykkt. „Fyrir mér er kaþólska kirkjan bara núll og nix". Hún er búin að sýna sitt rétta andlit gagnvart okkur og ég veit að hún mun aldrei gera eitt eða neitt. En ég verð bara að segja það, að meða alla mína reiði fram að þessum degi þá líður mér einhvern veginn miklu léttar. Það bara breyttist eitthvað við þetta símtal frá honum Ögmundi, mér finnst bara allt miklu léttara núna og bjartara. Og ég bara vona það að hinum krökkunum líði eins og mér." Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um sanngirnisbætur Þverpólitísk samstaða er um að ríkið greiði þolendum ofbeldis af hálfu starfsmanna Landakotsskóla sanngirnisbætur. 27. febrúar 2015 07:15 Fyrrum nemendur í Landakotsskóla geti fengið sanngirnisbætur Sex þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum sem snúast um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum á vegum hins opinbera. 26. febrúar 2015 17:46 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Maðurinn sem rauf þögnina um ofbeldi gagnvart börnum innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi segist loksins finna frið í hjartanu, eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um sanngirnisbætur þeim til handa. Ísleifur Friðriksson var sá sem fyrstur manna tjáði sig um ofbeldisverk séra Georgs og Margrétar Müller í Landakotsskóla. Það gerði hann með nafnlausu viðtali í Fréttatímanum árið 2011. Í kjölfarið stigu fleiri fram og greindu frá ofbeldisverkum „Þetta er náttúrulega búin að vera rússíbanareið upp og niður hjá okkur, þessum krökkum. Við erum búin að hafa það mismunandi slæmt, og aðallega slæmt, lengi," segir Ísleifur. „Það eina sem ég fór fram á var bara að kaþólska kirkjan á Íslandi axlaði sína ábyrgð og faðmaði okkur, þessa krakka, og bæði okkur fyrirgefningar." Viðurkenning á ofbeldinu Svo fór að skipuð var rannsóknarnefnd sem gaf út viðamikla skýrslu 2012 með þeirri niðurstöðu að kaþólska kirkjan hafi reynt að þagga niður upplýsingar um ofbeldi í Landakotsskóla. Frumvarp sem samþykkt var á Alþingi nú í vikulok þýðir að lög um vistheimilisnefnd ná nú einnig yfir þolendur ofbeldis í Landakotsskóla, og að þau muni fá greiddar sanngirnisbætur. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður Vistheimilanefndar, segist að samstaða Alþingis um að samþykkja lagafrumvarpið sé þolendunum mikilvæg. „Ég held að það skipti mjög miklu máli að fá þessa viðurkenningu á því ofbeldi sem þetta fólk varð fyrir. Það er beðist afsökunar með þessu, því þetta fellur undir það sama, og ég vona svo sannarlega að fólk geti gengið beint í baki þegar þessu er lokið." Guðrún mun nú taka viðtöl við alla þá þolendur sem gefa sig fram til þess að ákvarða bæturnar. Stefnt er að því að sú vinna hefjist í mars.Kirkjan búin að sýna sitt rétta andlit Kaþólska kirkjan hefur aldrei viðurkennt bótaskyldu vegna þess andlega og kynferðislega ofbeldis sem börn í Landakotsskóla urðu fyrir, né heldur beðist afsökunar á brotunum. Með sanngirnisbótunum er íslenska ríkið því að gera það sem kirkjan gerði aldrei. Árið 2013 fékk Ísleifur sendar 170 þúsund krónur frá Kaþólsku kirkjunni, sem skýrðar voru sem „frjálst framlag" kirkjunnar til hans og ítrekað að því fylgdi engin viðurkenning á brotinu. Ísleifur skilaði eingreiðslunni, enda segir hann málið aldrei hafa snúist um peninga. Fimm árum eftir að hann steig fyrstur fram segist Ísleifur hinsvegar loksins hafa fengið frið í sálina vegna málsins þegar Ögmundur Jónasson hringdi í hann í vikunni til að láta hann vita að frumvarpið um sanngirnisbætur hefði verið samþykkt. „Fyrir mér er kaþólska kirkjan bara núll og nix". Hún er búin að sýna sitt rétta andlit gagnvart okkur og ég veit að hún mun aldrei gera eitt eða neitt. En ég verð bara að segja það, að meða alla mína reiði fram að þessum degi þá líður mér einhvern veginn miklu léttar. Það bara breyttist eitthvað við þetta símtal frá honum Ögmundi, mér finnst bara allt miklu léttara núna og bjartara. Og ég bara vona það að hinum krökkunum líði eins og mér."
Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um sanngirnisbætur Þverpólitísk samstaða er um að ríkið greiði þolendum ofbeldis af hálfu starfsmanna Landakotsskóla sanngirnisbætur. 27. febrúar 2015 07:15 Fyrrum nemendur í Landakotsskóla geti fengið sanngirnisbætur Sex þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum sem snúast um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum á vegum hins opinbera. 26. febrúar 2015 17:46 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Þverpólitísk samstaða um sanngirnisbætur Þverpólitísk samstaða er um að ríkið greiði þolendum ofbeldis af hálfu starfsmanna Landakotsskóla sanngirnisbætur. 27. febrúar 2015 07:15
Fyrrum nemendur í Landakotsskóla geti fengið sanngirnisbætur Sex þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum sem snúast um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum á vegum hins opinbera. 26. febrúar 2015 17:46
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent