8.000 rúmmetrar af sorpi flutt með Herjólfi Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Sérstakir ruslagámar eru fluttir frá meginlandinu til Eyja, þaðan er þeim aftur siglt upp á fastaland. Gríðarlegur kostnaður segir bæjarstjóri. Fréttablaðið/Óskar Um 8.000 rúmmetrar af sorpi eru árlega fluttir í gámum með Herjólfi frá Vestmannaeyjum. Sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum var lokað árið 2012. Sorpinu er annaðhvort ekið til Reykjaness eða alla leið norður á Blönduós. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þessa tilhögun ekki af hinu góða. Bæjaryfirvöld hafa verið að skoða málið undanfarin misseri og leitað leiða til að farga sorpi. Nýjar brennslur séu orðnar mun fullkomnari en þær voru hér áður fyrr. Þessi flutningur hefur í för með sér mikla olíunotkun stórra ökutækja sem menga andrúmsloftið og slíta vegakerfinu. Því er í skoðun bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum að gera eitthvað í málinu. „Mín skoðun hefur alltaf verið sú að þetta var óþarfa offors þegar brennslunum var lokað á sínum tíma. Það var til marks um skilningsleysi þáverandi stjórnvalda að gefa okkur ekki einhvern umþóttunartíma til að vinna að lausn á stöðunni. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja Það að flytja sorp með ferju upp á land er ekki lausn á stöðunni,“ segir Elliði. Árið 2003 voru innleiddar hertar reglur um sorpbrennslur í gegnum EES-samninginn en undanþága fengin af hálfu íslenskra stjórnvalda fyrir eldri sorpbrennslur sem þá voru starfandi, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Mælingar árið 2007 sýndu að díoxín í útblæstri í Eyjum var 85 sinnum meira en viðmiðunarmörk fyrir sorpbrennslur sem starfa á grundvelli EES-reglna frá 2003 gera ráð fyrir. „Kostnaðurinn sem hefur lagst á íbúa Vestmannaeyja sem og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að búa við þessa stöðu er gríðarlegur. Við búum hér á eyju og þurfum að flytja sorp með farþegaferjunni okkur upp á land. Það verður ekki búið við þetta ástand mikið lengur,“ segir Elliði. „Það er eingöngu eitt í stöðunni og það er að brenna sorp. Það er umhverfisvænast og sennilega hagkvæmast fyrir þjóðfélagið. Við þurfum skilning stjórnvalda á að búseta okkar á eyju skapi okkur sérstöðu.“ Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Um 8.000 rúmmetrar af sorpi eru árlega fluttir í gámum með Herjólfi frá Vestmannaeyjum. Sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum var lokað árið 2012. Sorpinu er annaðhvort ekið til Reykjaness eða alla leið norður á Blönduós. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þessa tilhögun ekki af hinu góða. Bæjaryfirvöld hafa verið að skoða málið undanfarin misseri og leitað leiða til að farga sorpi. Nýjar brennslur séu orðnar mun fullkomnari en þær voru hér áður fyrr. Þessi flutningur hefur í för með sér mikla olíunotkun stórra ökutækja sem menga andrúmsloftið og slíta vegakerfinu. Því er í skoðun bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum að gera eitthvað í málinu. „Mín skoðun hefur alltaf verið sú að þetta var óþarfa offors þegar brennslunum var lokað á sínum tíma. Það var til marks um skilningsleysi þáverandi stjórnvalda að gefa okkur ekki einhvern umþóttunartíma til að vinna að lausn á stöðunni. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja Það að flytja sorp með ferju upp á land er ekki lausn á stöðunni,“ segir Elliði. Árið 2003 voru innleiddar hertar reglur um sorpbrennslur í gegnum EES-samninginn en undanþága fengin af hálfu íslenskra stjórnvalda fyrir eldri sorpbrennslur sem þá voru starfandi, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Mælingar árið 2007 sýndu að díoxín í útblæstri í Eyjum var 85 sinnum meira en viðmiðunarmörk fyrir sorpbrennslur sem starfa á grundvelli EES-reglna frá 2003 gera ráð fyrir. „Kostnaðurinn sem hefur lagst á íbúa Vestmannaeyja sem og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að búa við þessa stöðu er gríðarlegur. Við búum hér á eyju og þurfum að flytja sorp með farþegaferjunni okkur upp á land. Það verður ekki búið við þetta ástand mikið lengur,“ segir Elliði. „Það er eingöngu eitt í stöðunni og það er að brenna sorp. Það er umhverfisvænast og sennilega hagkvæmast fyrir þjóðfélagið. Við þurfum skilning stjórnvalda á að búseta okkar á eyju skapi okkur sérstöðu.“
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira