Bæjarfulltrúi VG í Mosfellsbæ í þrot Valur Grettisson skrifar 9. október 2013 08:00 Bæjarfulltrúi Mosfellsbæjar, Karl Tómasson, keypti nýtt hús fyrir myntkörfulán. fréttablaðið/gva „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur eins og fyrir alla sem í svona lenda,“ segir Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúi Vinstri grænna, en hann var úrskurðaður gjaldþrota í maí síðastliðnum. Hann snýr í dag aftur til starfa í bæjarstjórn. Meðferð þrotabúsins lauk 1. október síðastliðinn en samkvæmt Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í bú hans alls 176 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. „Gjaldþrot mitt er í sjálfu sér ekkert launungarmál. Ég hef ekki falið það fyrir neinum og er búinn að gera öllum grein fyrir stöðu mála,“ segir Karl en hann tók sér leyfi frá bæjarstjórn á meðan skiptastjóri leysti upp búið. „Það sem gerðist var að við ákváðum að gera upp hús hér í Mosfellsbænum. Síðan fluttum við án þess að selja húsið áður,“ segir Karl. „Lánið fyrir nýja húsinu var svo í erlendri mynt.“ Hrunið skall á með öllum sínum þunga og skuldir Karls tvöfölduðust á örskömmum tíma. „Þetta er bara ömurlegt,“ segir Karl um tilfinninguna að ganga í gegnum gjaldþrotið. „Það er ekki eins og ég hafi staðið í einhverju braski eða í hlutabréfakaupum,“ bætir hann við. „Ég lenti bara eins illa í því og mögulegt var.“ Spurður um hæfi sitt sem bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ svarar Karl: „Ég hef ekki leynt neinn neinu, hvorki samstarfsmenn, vini né fjölskyldu.“Haraldur SverrissonKarl bætir við að hann sjálfur hafi heldur ekkert breyst. „Ég mun vinna áfram eins og ég hef gert og samstarfsmenn mínir treysta mér fullkomlega til þess að halda áfram,“ segir Karl. Oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, svarar aðspurður að Karl hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum strax í maí um stöðu mála. VG og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Haraldur segir að þá þegar hafi það verið kannað hvort Karli væri sætt í bæjarstjórn. Þá kom í ljós að hann yrði að taka sér leyfi frá skyldum sínum sem bæjarfulltrúi lögum samkvæmt á meðan hann færi í gegnum gjaldþrotameðferð. Honum væri síðan frjálst að taka sæti aftur eftir að skiptalok hefðu verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Aðspurður hvort bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti Karli, svarar Haraldur: „Að sjálfsögðu. Við höfum átt í góðu samstarfi við hann og berum fullt traust til hans sem og annarra á lista VG.“ Karl tekur aftur sæti sem forseti bæjarstjórnar í dag. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur eins og fyrir alla sem í svona lenda,“ segir Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúi Vinstri grænna, en hann var úrskurðaður gjaldþrota í maí síðastliðnum. Hann snýr í dag aftur til starfa í bæjarstjórn. Meðferð þrotabúsins lauk 1. október síðastliðinn en samkvæmt Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í bú hans alls 176 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. „Gjaldþrot mitt er í sjálfu sér ekkert launungarmál. Ég hef ekki falið það fyrir neinum og er búinn að gera öllum grein fyrir stöðu mála,“ segir Karl en hann tók sér leyfi frá bæjarstjórn á meðan skiptastjóri leysti upp búið. „Það sem gerðist var að við ákváðum að gera upp hús hér í Mosfellsbænum. Síðan fluttum við án þess að selja húsið áður,“ segir Karl. „Lánið fyrir nýja húsinu var svo í erlendri mynt.“ Hrunið skall á með öllum sínum þunga og skuldir Karls tvöfölduðust á örskömmum tíma. „Þetta er bara ömurlegt,“ segir Karl um tilfinninguna að ganga í gegnum gjaldþrotið. „Það er ekki eins og ég hafi staðið í einhverju braski eða í hlutabréfakaupum,“ bætir hann við. „Ég lenti bara eins illa í því og mögulegt var.“ Spurður um hæfi sitt sem bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ svarar Karl: „Ég hef ekki leynt neinn neinu, hvorki samstarfsmenn, vini né fjölskyldu.“Haraldur SverrissonKarl bætir við að hann sjálfur hafi heldur ekkert breyst. „Ég mun vinna áfram eins og ég hef gert og samstarfsmenn mínir treysta mér fullkomlega til þess að halda áfram,“ segir Karl. Oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, svarar aðspurður að Karl hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum strax í maí um stöðu mála. VG og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Haraldur segir að þá þegar hafi það verið kannað hvort Karli væri sætt í bæjarstjórn. Þá kom í ljós að hann yrði að taka sér leyfi frá skyldum sínum sem bæjarfulltrúi lögum samkvæmt á meðan hann færi í gegnum gjaldþrotameðferð. Honum væri síðan frjálst að taka sæti aftur eftir að skiptalok hefðu verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Aðspurður hvort bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti Karli, svarar Haraldur: „Að sjálfsögðu. Við höfum átt í góðu samstarfi við hann og berum fullt traust til hans sem og annarra á lista VG.“ Karl tekur aftur sæti sem forseti bæjarstjórnar í dag.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira